Sjálfsafgreiðsla
Nú er auðvelt að bjóða starfsmönnum uppá sveigjanlegan vinnutíma í þeim tilgangi að auka jafnvægi vinnu og einkalífs. Á einfaldan hátt sjá þeir stöðu sumar-, vetrar-, og hvíldarfría ásamt vinnuskyldubanka. Auðvelt er að skipuleggja sinn eigin tíma ásamt því að staðfesta tíma til launa.
Fjarvistir
Sveigjanleiki í starfi og aukin sjálfsafgreiðsla getur komið í veg fyrir óþarfa fjarvistir. Má sem dæmi nefna að hafa möguleika á sveigjanlegum vinnutíma, að geta tekið yfirvinnu út í fríi eða að geta lagt fram óskir um orlof til að annast betur börnin.
Bestun
Snýst um hinn rétta fjölda starfsmanna með rétta hæfni á réttum tíma. Bestun mönnunar og eftirspurnar fer fram í tvennu lagi þar sem starfsmenn fá fyrst tækifæri til að hliðra til eigin óskum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir óþarfa yfir- eða undirmönnun og það sem út af stendur lagfærir stjórnandi með bestun.
Við hjálpum til við að auka:
- framleiðni á vinnustund
- jafnvægi vinnu og einkalífs
- ánægju viðskiptavina