Mönnunarþörf

Mönnunarþörf í MTP er yfirleitt áætluð fyrir hverja klukkustund fyrir 4-6 vikna tímabil 6-7 vikum áður en tímabilið hefst.

 
Mönnunarþörfin er grunnurinn að því að skipuleggja vinnutíma og frítíma starfsmanna á þann hátt að mönnun lagi sig að eftirspurn sem skilar sér síðan í aukinni framleiðni á vinnustund.
 


Spá um mönnunarþörf

Spá um mönnunarþörf fyrir tímabil, sem á að fara að manna, tekur tillit til hæfni og byggir hvort tveggja í senn á huglægu mati stjórnanda og sögulegum upplýsingum úr upplýsingakerfum fyrirtækja um spurn eftir vöru og/eða þjónustu. Þá er einnig tekið tillit til hátíðisdaga, viðburða eða annarra þátta sem hafa áhrif á spána. Hér er dæmi um hámarks- og lágmarksmönnunarþörf á klukkustundarfresti fyrir aðgerðina liðsmaður og deild 1 mánudaginn 23. september 2013.

Línurit yfir mönnunarþörf

Mönnunarþörfina er einnig hægt að skoða í línuriti fyrir dag, viku eða mánuð í senn.

demand