Persónuverndarstefna MyTimePlan ehf. |
1. AlmenntMyTimePlan ehf. (“MTP“) lætur sig miklu varða að persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið vinnur með sé í sem bestu horfi á hverjum tíma. Með sama hætti mun MTP gera sitt ítrasta til þess að haga meðferð og vinnslu persónuupplýsinga í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir og með sanngjörnum og gagnsæum hætti. 2. Lagaskylda og ábyrgðMTP hagar starfsemi sinni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar („persónuverndarlög“) og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679 og ber ábyrgð á þeim persónuupplýsingum sem fyrirtækið tekur við, í þeim tilfellum sem fyrirtækið telst vera ábyrgðaraðili. Fyrirtækið hefur aðsetur að Fiskislóð 31, 101 Reykjavík. Fyrirspurnum vegna meðferðar persónuupplýsinga skal beint til personuvernd@mytimeplan.com. 3. Persónuupplýsingar og gögnMTP safnar eða tekur á móti og meðhöndlar ýmsar persónuupplýsingar um starfsmenn sína. Söfnun og vinnsla persónuupplýsinga getur verið með ýmsum hætti miðað við mismunandi verkefni. Ennfremur safnar MTP persónuupplýsingum um viðskiptavini og starfsmenn þeirra, sem og aðra viðsemjendur, eins og fyrirtækinu er skylt samkvæmt viðkomandi lögum og reglum, sem og á grundvelli samninga við þriðja aðila og vegna annarra lögmætra hagsmuna. 4. Miðlun persónuupplýsingaÍ ýmsum tilvikum kann MTP að verða nauðsynlegt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila t.d. þar sem slíkir aðilar þjónusta fyrirtækið með hýsingu eða veita annars konar upplýsingatækniþjónustu. Vegna eðlis þjónustu sinnar móttekur MTP og vinnur með ýmsar persónuupplýsingar sem stafa frá viðskiptavinum MTP. Í slíkum tilfellum skal MTP fara eftir sömu reglum og viðmiðum og greinir í persónuverndarstefnu þessari. 5. Öryggi persónuupplýsingaMTP mun af fremsta megni beita tæknilegum og skipulegum ráðstöfunum þannig að persónuupplýsingar séu varðar með sem bestum hætti. 6. Varðveisla persónuupplýsingaPersónuupplýsingar verða aðeins varðveittar eins lengi og þörf krefur, nema annað sé heimilt eða skylt samkvæmt lögum. 7. Réttur til aðgangs og leiðréttinga persónuupplýsingaAfar brýnt er að allar persónuupplýsingar séu réttar á hverjum tíma. Því er sérstaklega beint til einstaklinga að láta MTP vita um allar breytingar vegna persónuupplýsinga um viðkomandi einstakling. Einstaklingar geta ávallt látið MTP leiðrétta eða uppfæra persónuupplýsingar um þá verði þeir varir við misræmi eða rangfærslur.
|