Við kappkostum að veita sem besta þjónustu |
Greining og ráðgjöfVið bjóðum greiningu á núverandi fyrirkomulagi tíma- og kostnaðarstjórnunar. Greiningin felur í sér að reikna raunverulega mönnunarþörf fyrir liðið tímabil út frá gögnum um eftirspurn. Raunverulegur vinnutími á sama tímabili er færður inn í MyTimePlan og þá er auðvelt að greina yfir- og undirmönnun og tækifæri til árangurs.
Hýsing – alltaf aðgengilegt á NetinuVið hýsum allan vélbúnað og hugbúnað fyrir viðskiptavini og þess vegna getum við boðið fyrsta flokks viðhalds- og uppfærsluþjónustu. Hugbúnaðurinn er á Netinu og notendur skrá sig inn á vefsíðu MyTimePlan með auðkenni fyrirtækis, notandanafni og lykilorði hvar og hvenær sem er. Við förum hvorki fram á fjárfestingu í vélbúnaði, hugbúnaði né kerfisþekkingu, því það er okkar hlutverk. Þú þarft bara að skrá þig inn.
Útvistun – við sjáum um þetta fyrir þigViðskiptavinir geta sparað tíma og peninga með útvistun vaktaskipulagningar, viðveruskráningar og útreiknings á tímum til launa. Stjórnendur eyða minni tíma en fá meiri ávinning af kerfinu með því að hafa stjórnun þess hjá MyTimePlan. Svo þetta er ekki aðeins hugbúnaður heldur einnig virðisaukandi þjónusta byggð á áralangri reynslu. |